
Chateau Begadan er vínhús sem starfrækt hefur verið af Salette fjölskyldunni í þorpinu Begadan í Médoc í Bordeaux. Médoc er á vinstribakkanum og því er yfirleitt Cabernet Sauvignon ríkjandi þrúga, stíll Begadan byggist hins vegar fyrst og fremst á Merlot. Í 2019 árgangnum – sem einkenndist af mjög heitu sumri – er hins vegar Cabernet með 60% af blöndunni á móti Merlot. Liturinn er dökkur, rauðblár og nefið ungt og kröftugt. Dökkur ávöxtur, kirsuber, Sanasol (ef einhver man eftir því), lakkrís og vottur af reyk. Nokkuð sýrumikið og tannískt, vínið þarf töluverðan tíma til að opna sig.
3.543 krónur. Mjög góð kaup. Þetta er virkilega gott Bordeaux-vín í sínum verðflokki og nýtur sín vel með rauðu kjöti, hvort sem er lambi eða nauti, þess vegna önd.
-
8