
Það eru ákveðin tíðindi að nú séu fáanleg í vínbúðunum vín frá Úkraínu. Úkraínsk víngerð hefur ekki verið fyrirferðarmikil hjá okkur til þessa og auðvitað magnað að þrátt fyrir þær hörmungar sem dunið hafa yfir Úkraínu með innrásarstríði Rússlands skuli Úkraínumenn halda hjólum atvinnulífsins gangandi og halda áfram að rækta sitt korn og vínþrúgur. Víngerðin Shabo er staðsett sunnarlega í Úkraínu, skammt frá borginni Odessa og þetta freyðivín er gert úr þrúgunni Telti-Kuruk. Það er framleitt með Charmat-aðferðinni, (þar sem kolsýrugerjunin fer fram í tanki), mjög ljóst og tært með þokkalega öflugri freyðingu. Sæt gul epli, perur og sítróna í nefi, í munni ferskt og meira „off-dry“ en brut í stílnum. Minnir um margt á ágætan Prosecco.
3.375 krónur. Góð kaup fyrir þetta úkraínska freyðivín.
-
7