
Bodegas Marques del Silvo er gamalgróið vínhús í Rioja, ekki svo langt frá héraðshöfuðborginni Logrono. Vínhúsið á eina 150 hektara af vínekrum þar sem vínviðurinn er ræktaður með sjálfbærum og lífrænum hætti. Gran Reserva-vínið er gert úr Tempranillo og Garnacha-þrúgum úr gömlum vínvið og látið liggja á jafnt franskri sem amerískri eik í þrjú ár áður en það hvílir í tvö á á flösku í kjallara áður en það fer í sölu. Þetta er tradisjónal gran reserva af gamla skólanum, ávöxturinn er dökkur, plómur og bláber og töluvert kryddaður, þarna má finna blóðberg og smá kókos. Mjúkt og þægilegt í munni, farið að sýna byrjandi þroska.
80%
3.392 krónur. Góð kaup. Sígilt Rioja fyrir rautt kjöt.
-
8