Soave í Veneto er eitt af þeim vínum Ítalíu sem er framleitt í gífurlegu magni og af afskaplega mismunandi gæðum. Allt frá drasli yfir í stórkostleg vín. Þetta er bara hin hinn prýðilegasti Soave, einfaldur, ljúfur og ferskur.
Mild angan af eplum, sætum grænum og þroskuðum gulum, smá sítrus, örlítil sæta í munni og fersk sýra. Ágætis balans, ljúft og einfalt vín.
2.147 krónur. Góð kaup.