Þetta er flottur nýsjálenskur Pinot frá hinu ágæta vínhúsi Saint Clair. Í nefi þroskuð jarðarber, brómber, plómur og negull, möndlukaka. Nokkuð áberandi tannín í fyrstu, sem mildast við loftun, krydduð heit ber í munni. Lifir lengi, hefur góðan þéttleika og þróast skemmtilega ef það fær að standa í smá tíma.
Vín sem hentar með fínlegum kjötréttum, t.d. nautalund eða kálfakjöti.
3.699 krónur.