Villa Antinori 2008

Villa Antinori 2008 er snarpt og aðlaðandi ítalskt hvítvín frá Toskana, blanda úr þrúgunum Trebbiano, Malvasia, Chardonnay og Pinot Grigio. Angan einkennist af sætri sítrónuböku og banana, sæta sítrónan heldur áfram í munni ásamt mildri og ferskri sýru. Dýrðlegt sumarvín til að sötra í sólinni eða með léttum grilluðum fiski, t.d. bleikju eða pasta með skelfiski.

1.898 krónur 88/100

 

Deila.