Bertani Soave 2007

Garganega heitir vínþrúgan sem ræður ríkjum í Soave, vínræktarsvæði sem er staðsett á milli borganna Verona og Feneyja á Norður-Ítalíu. Rétt eins og þegar um er að ræða helsta rauðvín þessa svæðis – Valpolicella – er magnið sem framleitt er mikið og gæðin misjöfn. Það skiptir því öllu máli að velja réttu vínin.

Bertani Soave 2007 er vel gerður Soave sem heillar. Grösug angan með melónuávexti og blómum. Ferskt og létt með miðlungs lengd. Þetta er þægilegt sumarvín, t.d. með pastasalati.

1.689 krónur

 

Deila.