Peter Lehmann Barossa Shiraz 2005

Þegar vínframleiðandinn Peter Lehmann er nefndur hugsa flestir um Barossa-daiinn í Suður-Ástralíu og Shiraz-þrúguna. Lehmann skipaði sér í hóp virtustu vínhúsa Ástralíu með Shiraz-vínunum sínum frá Barossa og þau eru enn í dag flaggskip fyrirtækisins.

Peter Lehmannn Barossa Shiraz 2005 er úr milliflokki Lehmann-vínanna. Rabarbarasulta, plómur og krækiber ásamt sætri eik með súkkulaði og jafnvel kókos (Lehmann notar bæði franska og ameríska eik við gerð þessa víns). Vínið er mjög dökkt, þykkt og heitt, sem skýrist m.a. af því að áfengismagnið er 14,5% sem gefur víninu töluverðan „hita“.

Þetta er dúndurvín sem þarf helst smá tíma til að opna sig og breiða úr sér. Gott með grilluðu lambi og jafnvel grilluðu hreindýri.

2.499 krónur.

 

 

Deila.