E. Guigal Cotes du Rhone 2005

Guigal er sá framleiðandi Rhone-héraðsins sem setur línurnar og hefur náð ótrúlegum árangri með toppvínin sín frá Cote Rotie. Það er hins vegar ekki síður magnað að sjá hvað honum tekst að magna upp gæðin ár frá ári á ódýrustu vínunum sínum.

E. Guigal Cotes du Rhone 2005 er skólabókar Cotes du Rhone þar sem Syrah-þrúgan er í aðalhlutverki í góðri samvinnu við Grenache. Djúpt og mikið með heitum og krydduðum kirsuberja og rifsberjaávexti, angandi af sveitum Rhone-dalsins, rósmarín og blómum. Jarðbundið og heillandi með silkimjúkum tannínum.

Berið fram með grilluðu kjöti, t.d. rósmarínkrydduðum lambakótilettum.

2.468 krónur

 

 

Deila.