Escudo Rojo 2007

Escudo Rojo 2007 er Chile-vín úr smiðju hinnar frönsku Rothschild-fjölskyldu, blanda úr fjórum þrúgum: Cabernet Sauvignon, Merlot, Syrah og Cabernet Franc. Ungt og ágengt í nefi með hörðum kræki- og sólberjum, grænni papriku og eik. Nokkuð tannískt og kryddað. Það er fremur hart í byrjun og þarf tíma, gjarnan í karöflu, til að mýkjast og breiða úr sér.

2.148 krónur

 

 

Deila.