Saint Clair Vicars Choice Merlot 2006

Þessi nýsjálenski Merlot er ágætlega fjölhæfur, hann hefur kannski ekki afgerandi persónuleika en á móti þann sveigjanleika sem þarf til að nýtast sem alhliða matarvín.

Saint Clair Vicar’s Choice Merlot 2006 hefur dökka berjaangan, þarna eru bláber en einnig Cassis og rifsber og dökkt súkkulaði. Þægilega mjúkt og fágað í munni með mildum tannínum og sýru og þokkalega lengd.

Með flestu kjöti, kjúkling, svínakjöti, lambi og jafnvel nauti en einnig mildum ostum.

1.891 króna. Góð kaup.

 

 

Deila.