Faustino VII

Faustino er líklega rótgrónasta vörumerki Rioja-vína á íslenska markaðnum þökk sé Gran Reserva-víninu Faustino Primero eða fyrsta.

Hér er hins vegar til skoðunar Faustino sjöundi sem er eitt yngsta rauðvínið í Faustino-línunni – flokkað sem „sin crianza“ – og vín sem er eitt þeirra sem nýlega hlaut Gyllta glasið í smökkun íslensku vínþjónasamtakanna.

Faustino VII 2007 hefur nokkuð „þunga“ áferð þrátt fyrir ungan aldur. Það er töluverð „sveit“ í nefinu og jafnvel fjós. Ávöxturinn dökkur og þroskaður með bökuðum plómum. Í munni hins vegar ungur og sprækur ávöxtur með örliltum votti ef eik.

Mætti reyna t.d. með óreganó-kjúklingnum okkar.

1.799 krónur.

 

Deila.