Vínhúsið A Mano í Púglíu á Ítalíu framleidd fyrst um sinn einungis rauðvín og lagði áherslu á að þrúguna Primitivo. Hjónin Mark Shannon og Elvezia Sbalchiero hafa hins vegar smám saman verið að færa út kvíarnar og frá og með árganginum 2006 bættist fyrsta hvítvínið í hópinn.
Líkt og í rauðvínunum eru það þrúgur Suður-Ítalíu sem eru notaðar, vínið til helminga Fiano og Greco di Tufo.
A Mano Fiano-Greco 2008 er dæmigerður, hvítur Suður-Ítali með frískri blómaangan og perum í nefi. Létt, ferskt með fínni og hreinni ávaxtafyllingu í munni.
Fínn fordrykkur eða t.d. með grilluðum fiski eða skelfiski í pasta. Reynið t.d. með humar-linguini.
1.598 krónur. Mjög góð kaup.