Roda 2004

Vínhúsið Bodegas Roda er að finna í norðvesturhluta Rioja á því sem undirsvæði sem nefnt er Rioja Alta. Fyrirtækið var stofnað af Mario Rottlant í Katalóníu árið 1987 en þess má geta að hann hefur lengi verið meðal stærstu innflytjenda Spánar á íslenskum saltfiski.

Innblásturinn í víngerðinni hjá Roda eru bestu vín Bordeaux í Frakklandi og þetta eru engin hefðbundin Rioja-vín heldur.

Roda Reserva er um 90% Tempranillo auk þess sem smávegis af þrúgunum Graciano og Garnacha er bætt við. Samþjöppuð angan af þroskuðum dökkum berjum, kryddi (túrmerik) og eik. Þétt og stílhreint í munni, eikin skörp og fókuseruð, meira í anda Bordeaux en Rioja.

4.999 krónur

 

Deila.