Lime lax

Þessar grilluðu laxasneiðar eru sumarlegur réttur og alveg hreint yndislegar með til dæmis góðu klettasalati.

Við byrjum á því að gera marineringu fyrir laxinn en í hana þarf eftirfarandi:

  • 1 lime
  • 3 hvítlauksgeirar
  • 1 rauður chili
  • 1 msk akasíuhunang
  • 1 msk ólívuolía
  • Salt og pipar

Rífið börkinn af lime-ávextinum og pressið safann. Pressið hvítlaukinn. Hreinsið innan úr chilibelginum og saxið hann fínt. Blandið öllu saman í skál og marinerið laxasneiðar í klukkustund.

Grillið í nokkrar mínútur á 3-5 mínútur á hvorri hlið eða þar til fiskurinn hefur náð þeirri eldun sem þið sækist eftir.

Skerið niður lime í þunnar sneiðar, dýfið aðeins upp úr marineringunni og grillið með fiskinum.

Með þessu þarf ferskt og sýrumikið hvítvín t.d. Sauvignon Blanc frá Nýja heiminum á borð við Saint Clair Vicars Choice.

Deila.