Hnetusósur eru algengar í austurlenskri matargerð til dæmis þeirri taílensku en einnig í t.d. Malasíu og Indónesíu. Hún er oft borin fram með satay-maríneruðum grillpinnum og hentar vel með t.d. svínakjöti og nautakjöti.
Ávöxturinn Key lime hefur að undanförnu sést í búðum hér á landi en hann er ein helsta uppistaðan í einum þekktasta eftirrétti Bandaríkjanna Key lime pie.