Lamadoro Bianco Salento 2009

Puglia er þekktari fyrir rauðvín sín en hvítvín en rétt eins og önnur hvítvín Suður-Ítalíu eru þau frá Puglia yfirleitt ljúf og ekki síst ódýr. Það á ágætlega við um þetta hvítvín úr þrúgunni Malvasia Bianca.

Lamadoro Bianco Salento er þurrt og grösugt með sítrus, ferskjum og hnetum. Þykkt og sýrumikið sem gerir það að ágætis matarvíni, t.d. með grillaðri bleikju eða laxi sem sítróna er kreyst yfir.

1.499 krónur. Mjög góð kaup.

 

Deila.