Santana Tempranillo 2007

Santana er vín úr Tempranillo-þrúgunni framleitt af vínhúsinu Bodegas Victorianas í La Mancha á Mið-Spáni en það er í eigu Rioja-hússins Faustino.

Þetta er ágætis vín í sínum verðflokki með dæmigerðum, einföldum Tempranillo-tónum, þroskuð kirsuber, tóbak og rifs. Ungt, kryddað og létteikað.

Með grillkjöti.

1.399 krónur á flösku og 4.999 krónur í þriggja lítra boxi eða sem samsvarar um 1.250 krónum á 75 cl.

 

Deila.