Trivento Tribu Viognier 2009

Viognier-þrúgan er farin að skjóta upp kollinum víða þótt lengi vel hafi hún verið bundin við heimaslóðir sínar í Suður-Frakklandi. Hér er hún í argentínskri útgáfu frá Trivento.

Ef eitthvað einkennir Viognier þá er það apríkósa og hún er svo sannarlega til staðar hér, jafnvel svolítið ýkt í bland við akasíuhunang, hvít blóm og ferskjur. Mild og þægileg sæta og ágætur ferskleiki. Flott sumarvín.

Reynið með Teriyaki-kjúkling eða öðrum réttum undir asískum áhrifum.

1.599 krónur. Góð kaup.

 

 

Deila.