Maísbrauð eða „Cornbread“ er einn af hornsteinum matargerðarinnar í suður- og suðvesturhluta Bandaríkjanna og yfirleitt notað sem meðlæti með mat. Það er fljótlegt að gera og yfirleitt eldað í steikarpönnu í ofni. Þar er notað maísmjöl sem ekki er fáanlegt í öllum búðum hér á landi. Hins vegar er yfirleitt hægt að fá Polenta sem er auðvitað ekkert annað en ítalskt maísmjöl.
- 100 g smjör
- 2 egg
- 1 dl sykur
- 1 bolli súrmjólk
- 1 bolli hveiti
- 1 bolli maísmjöl/polenta
- 1 tsk lyftiduft
Hitið ofninn í 175 gráður.
Bræðið smjörið og hellið í skál. Pískið sykri saman við smjörið og síðan eggjunum.
Í annarri skál er súrmjólk og lyftidufti hrært saman. Bætið smjörblöndunni saman við og síðan hveiti og maísmjöli.
Smyrjið pönnu sem má fara inn í ofn. Hellið deiginu í pönnuna og bakið í 40 mínútur.