Da Vinci Chianti 2009

Í hjarta Chianti-svæðisins í Toskana er að finna lítið þorp sem heitir Vinci og er óhætt að fullyrða að þekktasti sonur þorpsins sé lista- og vísindamaðurinn Leonardo sem uppi var á sextándu öld.

Vínekrur þekja sveitirnar í kringum þorpið og flestir bændur á svæðinu selja vínsamlaginu Cantina Leonardo í Vinci þrúgur sínar.

Da Vinci Chianti 2009 er ungt og sprækt rauðvín, ferskur plómu- og kirsuberjaávöxtur í nefi, mild sýra sem gefur víninu örlítið bit og vinnur vel með mat. Einfaldur en góður Chianti sem er tilvalinn t.d. með pastasósum er byggja á tómötum og kjöti, s.s. hin klassíska Bolognese.

2.098 krónur.

 

Deila.