Blue Cosmo

Cosmopolitan er klassískur og vinsæll kokkteill og líkt og raunin er um flesta slíka leika menn sér gjarnan að því að búa til nýjar og öðruvísi útgáfur. Hér er ein slík, blár Cosmo.

  • 4 cl Absolut Vodka
  • 2 cl De Kuyper Blue Curacao
  • 4 cl trönuberjasafi
  • limesafi úr hálfri lime

Setjið í kokteilhristara ásamt klaka. Hristið og síið í kokteilglas.

Deila.