Baron de Ley Blanco 2010

Rioja á Spáni er fyrst og fremst rauðvínshérað. Þar eru hins vegar einnig ræktuð nokkur virkilega athyglisverð og góð rauðvín hjá betri vinhúsunum. Þetta hvítvín frá Baron de Ley byggist fyrst og fremst á þrúgunni Viura (90%) en jafnframt er smá Malvasia blandað saman við.

Þetta er ágætt dæmi um spænsku nýbylgjuna í hvítvínum þar sem nútíma víngerð mætir klassískum spænskum þrúgum er lengi vel fengu ekki að njóta sin till fulls. Mikill, sætur sítrus í nefi ásamt kantalópu-melónum en einnig grösugir tónar og ferskar kryddjurtir, jafnvel dill. Ferskt og þétt í munni, gott jafnvægi og þægilegt.  Reynið t.d. með silung með dill-avgolemono.

1.699 krónur. Mjög góð kaup.

 

Deila.