Pasta með valhnetupestói

Valhnetur geta verið unaðslegar og mikilvægt að nota sem ferskastar hnetur í rétti sem þennan þar sem þær leika aðalhlutverkið.

  • 500 g pasta t.d. penne
  • 2,5 dl valhnetur
  • 3/4 dl ólívuolía
  • 1 dl nýrifinn Parmigiano-ostur
  • 1 lúka fínsöxuð steinselja – helst flatlaufa
  • 4-5 hvítlauksgeirar
  • salt og pipar

Sjóðið pasta skv. leiðbeiningum.

Byrjið á því að þurrista valhneturnar á pönnu eða í um 10 mínútur í 200 gráðu heitum ofni. Varist að brenna hneturnar, það á einungis að hita þær til að draga betur fram bragð þeirra.

Grófmyljið hnetur og hvítlauk í matvinnsluvél. Bætið olíunni saman við. Setjið í skál og bætið ostinum saman við. Bragðið til með salti og pipar. Bætið pasta saman við. Sáldrið fínsaxaðri steinseljunni yfir og berið strax fram með salati, brauði og Parmesan.

Gott ítalskt hvítvín smellur að þessu pasta, t.d. Ser Piero Chardonnay.

Deila.