Norður-indverskt Curry

Þetta er norður-indverskt Curry frá Punjab-héraðinu og rétt eins og í öllum indverskum curry-uppskriftum er ekki teskeið af karrý-kryddi í uppskriftinni.

Hráefni:

 • 500 g beinlausir kjúklingabitar, t.d. læri eða 800 g kjúklingabitar á beini
 • 4 tómatar skornir í báta
 • 1 laukur, saxaður
 • 2 grænir chilibelgir, fræhreinsaðir og saxaðir
 • 5 negulnaglar
 • 1 kanilstöng
 • lárviðarlauf
 • 5 sm engifer
 • 1 hvítlaukur
 • 1 lárviðarlauf
 • 1 kanilstöng
 • 1 tsk Garam Masala

Kryddblanda

 • 1 tsk kardimomma
 • 1 tsk túrmerik
 • 5 tsk kóríander
 • 1/2 tsk chiliflögur
 • 1 tsk salt

 

Aðferð:

Hreinsið utan af hvítlauksgeirunum. Flysjið engiferbútinn og skerið í bita. Maukið hvítlauk og engifer í matvinnsluvél ásamt 2 msk af vatni.

Setjið kryddinn sem eru í kryddblöndunni í bolla og geymið.

Hitið olíu í þykkum potti eða á pönnu. Mýkið laukinn á miðlungshita í fimm mínútur bætið þá negulnöglum, kanilstöng og lárviðarlaufi út á. Mýkið áfram í 5 mínútur.

Bætið söxuðum chili og kjúklingabitunum út á pönnuna. Brúnið kjúklingabitana í 2-3 mínútur. Bætið þá kryddblöndunni saman við og steikið áfram í 2 mínútur. Bætið engifer- og hvítlauksblöndunni saman við hrærið vel saman og látið malla í 1-2 mínútur. Þá er tómötunum bætt út í og þeim blandað vel saman við. Hellið 4-5 dl af vatni út á pönnuna og látið malla undir loki á miðlungshita í 15 mínútur.

Takið lokið af og hækkið hitann. Sjóðið niður þar til að sósan er orðin þykk, um það bil korter. Bætið loks 1 tsk af Garam Masala og ferskum kóríander saman við. Blandið vel saman og berið strax fram.

Með þessu er gott að hafa Basmatigrjón og Naan-brauð. Einnig henta blómkál og kartöflur að hætti Norður-Indverja mjög vel með og auðvitað Raita jógúrtsósu.

 

Deila.