El Paso-pylsur með nautakjöti og bjór

Bragðmikil og krydduð pylsa sem er frábært að grilla eða nota í margvíslega rétti.

500 g nautakjöt (t.d. gúllas)

250 g svínakjöt (t.d. svínahnakki)

500 g spekk

2,5 dl dökkur bjór

1 msk saxaður hvítlaukur

1 msk Paprikukrydd

1 msk Cumin

1 msk Chili-duft

2 tsk sykur

1/8 tsk kanill

1/8 tsk muldir negulnaglar

1 tsk chiliflögur

1 tsk nýmulinn pipar

Hakkið kjöt og spekk. Blandið öllu saman og látið standa í um klukkustund á svölum stað. Troðið í pylsugarnirnar.

 

 

Deila.