Litríkt maíssalat

Fljótlegt, litríkt og gott salat sem hentar sem meðlæti með margvíslegum réttum.

  • 2 maísstönglar
  • 2 stórir, þroskaðir tómatar, fínsaxaðir
  • 1/2 rauðlaukur, skorinn í þunnar skífur
  • 1 lúka fínt söxuð steinselja
  • 1 msk rauðvínsedik
  • 3 msk ólívuolía
  • Maldon-salt og nýmulinn pipar

Best er að nota ferska maísstöngla og elda þá í hýði 180 gráðu heitum ofni í um 30 mínútur þannig að maísskornin verði sæt og góð. Það er þó einnig hægt að nota frosin maís eða niðursoðin.

Þegar búið er að elda stönglana er hýðið hreinsað frá og kornin skafin af stönglunum. Setjið í skál ásamt tómötunum.

Pískið edik og olíu saman. Blandið saman við salatið. Saltið og piprið. Sáldrið loks steinseljunni yfir.

Deila.