Bruschetta með Portobello og sultuðum rauðlauk

Bruschetta er klassískur ítalskur antipasti eða forréttur sem samanstendur af grilluðu brauði með margvíslegu meðlæti. Hér er nútímaleg útgáfa með Portobello-sveppum.

 • 1 stórt baguette-brauð, skorið í 3-4 sm sneiðar
 • 1,5 bolli balsamikedik
 • ¼ bolli akasíuhunangt
 • ¼ bolli púðursykur
 • 6 Portobello-sveppir. Stilkurinn skorinn af.
 • 3 rauðlaukar, niðursneiddir
 • 1 dós grillaðar paprikur í olíu, saxið paprikurnar
 • 1 lúka basil, saxað
 • 2 vorlaukar, fínt saxaðir
 • 1,5 msk ferskt timjan
 • 1 poki klettasalat, grófsaxið
 • 2 hvítlauksgeirar, pressaðir

 

Hitið ofninn í 200 gráður.

Blandið saman ediki, púðursykri og timjan í skál. Takið frá um hálfan bolla (1,25 dl) og geymið.

Setjið sveppahattanna í ofnfast fat. Hellið afganginum af leginum yfir sveppina. Lokið fatinu með álpappír og bakið í 40 mínútur.

Leyfið sveppunum að kólna og sneiðið síðan niður.

Hitið 2 msk af ólívuolíu á stórri pönnu. Mýkið rauðlaukinn  á miðlungshista og leyfið honum að brúnast aðeins en það tekur 20-25 mínútur.

Bætið þá hálfa bollanum af leginum, sem tekin var til hliðar, út á pönnuna og sjóðið alveg niður, um fimm mínútur. Takið laukin af pönnunni og geymið.

Blandið saxaðri paprikunni, vorlauknum, basil, hvítlauk og 1 msk ólívuolíu saman í skál.

Raðið næst brauðsneiðunum á ofnplötu. Penslið sneiðarnar með ólívuolíu. Setjið í ofninn og bakið í um 10 mínútur eða þar til brauðið er hæfilega ristað.

Þá er komið að því að setja á brauðið. Byrjið á því að setja sveppasneiðar. Þá grófsaxað klettasalat. Næst sultaða rauðlaukinn og loks paprikublönduna.

Setjið plötuna aftur í ofninn og hitið í um 3 mínútur.

Takið út, saltið með Maldon-salti og nýmuldum pipar og berið strax fram.

Deila.