Rétturinn Arroz con Pollo eða hrísgrjón með kjúkling kemur upprunalega frá Spáni en hefur einnig breiðst út um Rómönsku Ameríku og Karíbahafið. Þar nýtur hann mikilla vinsælda og hefur þróast í ýmsar áttir.
- 1 kjúklingur eða samsvarandi magn af kjúklingabitum, t.d. læri
- 2 laukar, saxaðir
- 5 hvítlauksgeirar, fínsaxaðir
- 1 dós grillaðar paprikur
- 1 dós tómatar
- 1 lúka ferskt óreganó, saxað
- 1 klípa saffran, ca 12 þræðir
- 3 dl risotto-grjón
- 7 dl kjúklingasoð (vatn og kraftur)
Hitið olíu á stórri pönnu. Brúnið kjúklingabitana á báðum hliðum, 6-7 mínútur. Takið kjúklinginn af pönnu, setjið í skál og geymið. Lækkið hitann og mýkið lauk og hvítlauk. Eftir 3-4 mínútur er paprikunni bætt út á. Svissið áfram á pönnunni í nokkrar mínútur.
Setjð saffran á pönnunna og hrærið saman við laukinn og paprikuna. Bætið næst hrísgrjónunum út og veltið upp úr blöndunni í 3-4 mínútur.
Hellið heitu kjúklingasoðinu út á pönnunna ásamt kryddjurtunum. Látið malla í um 15 mínútur. Þá er tómötunum ásamt safanum úr dósinni bætt út á. Þrýstið á tómatana með sleif og blandið vel saman við annað á pönnunni. Látið malla í um 10 mínútur eða þar til grjónin eru soðin.
Með þessu hentar ferskt, spænskt hvítvín vel t.d.Baron de Ley Blanco.