Bernard Defaix Chablis 2010

Bernard Defaix stofnaði vínhús sitt árið 1959 og átti þá tvo hektara af vínekrum í Chablis. Þeim hefur fjölgað í gegnum árin og Defaix framleiðir nú vín jafnt frá Chablis sem Rully sunnar í Bourgogne. Synir Bernards, þeir Sylvain og Didier, hafa tekið yfir reksturinn að mestu en Bernard kemur enn að víngerðinni. Á undanförnum árum hefur verið unnið hörðum höndum að því að breyta allri ræktun yfir í lífræna framleiðslu.

Vín frá Chablis eru flokkuð gæðalega eftir staðsetningu ekranna. Einföldust eru Petit Chablis og algengust eru Chablis. Bestu vínin koma svo af tilteknum ekrum sem bera nöfn og eru kallaðar Premier Cru og Grand Cru.

Skarpt þétt, sýrumikið. Sítrónubörkur, sætur greipávöxtur, smjör og möndlur. Yndislegt vín.

2.690 krónur. Frábær kaup.

 

Deila.