Cono Sur Vision 2010

Þótt ótrúlegt megi virðast þá er einn stærsti ræktandi Pinot Noir-þrúgunnar í heimi vínhúsið Cono Sur í Chile. Það var á sínum tíma stofnað í kringum ræktun á Pinot Noir og hefur verið leiðandi í þróun vína úr þessari dyntóttu Búrgundarþrúgu í Chile.

Pinot Noir Vision 2010 er einnar ekru vín frá Colchagua-dalnum. Ekran heitir Block 68 Old Vines og var vínviðurinn gróðursettur árið 1968. Þétt, skörp angan af rifsberjum, jarðarberjumkrækiberjasultu og dökku súkkulaði/kakó, smá vottur af myntu. Þykkt en með tannínum sem láta fara aðeins fyrir sér og gefa víninu bit. Reynið með t.d. önd eða svínasteik.

2.750 krónur. Góð kaup.

 

Deila.