Mont Marcal Brut Reserva

Mont Marcal Brut Reserva er Cava eða freyðivín frá Katalóníu á Spáni, þrúgurnar líka katalónskar og spænskar, Xarello, Parellada og Macabeo.

Þetta er virkilega gott og vel gert freyðivín á frábæru verði. Ljóst á lit, freyðir fallega. Þurr angan af kexköxum, þurrkuðum ávöxtum, eplum og sítrónu. Þurrt með ferskri sýru en mjúkri áferð, freyðibólurnar þéttar og þægilegar.

1.999 krónur. Mjög góð kaup.

 

Deila.