Tommasi Pinot-Chardonnay Brut

Þetta ítalska freyðivín frá Tommasi er blanda til helminga úr þrúgunum Pinot Noir og Chardonnay en það eru einmitt þrúgurnar sem notaðar eru í öll kampavín.

Vínið er ljóst, freyðir þétt og fallega. Ungt með þokkafullri angan af grænum eplum og perum, þurrt í munni með þægilegum ávöxtum og fínlegum bólum.

1.999 krónur. Mjög góð kaup og fær fjórðu stjörnuna fyrir verðið.

 

 

Deila.