Freyðandi áramót

Árið 2011 er að renna í aldanna skeið og eflaust munu margir skjóta ekki bara flugeldum heldur einnig kamapvínstöppum á loft af því tilefni.

Kampavín  er gjarnan notað sem samheiti yfir öll freyðandi vín. Þetta sýnir kannski best hversu vel markaðssetning vínbændanna í Champagne hefur tekist í gegnum aldirnar. Það eru hins vegar alls ekki öll freyðivín kampavín þótt öll kampavín séu freyðivín.

Hin einu sönnu kampavín koma frá Champagne í norðurhluta Frakklands á svæðinu í kringum borgina Reims. Mörg ágætis kampavín eru í boði í vínbúðunum til dæmis klassikerar frá kampavínhúsum á borð við Veuve-Clicquot, Mumm og Bollinger. Það er ánægjulegt að öll eru þau aðeins ódýrari í fyrra og að auki var Mumm lækkað um 500 krónur nú í desember.

Það er hins vegar vissulega töluvert ódýrara að fara í freyðivínin. Það er líka hægt að fara „nánast alla leið“ og velja til dæmis ítalska freyðivínið Ferrari Maximum Brut, sem var vín ársins hjá okkur 2010.

Á Spáni eru líka framleidd ágætis freyðivín sem nefnast Cava og má mæla með vínum á borð við hið afbragðsgóða Mont Marcal Brut Reserva eða þá Codorniu Seleccion Raventos Brut. Síðastnefnda húsið gerir einnig ágætis Semi-Seco sem er aðeins sætara en Brut-vínin.

Hið franska Jacqueline er ódýrt og ágætt og ítalska vínhúisið Tommasi framleiðir verulega frambærilegt freyðivín úr „kampavínsblöndunni“ Pinot-Chardonnay.

 

Deila.