Þessar humarsnittur eru önnur útgáfa af uppskriftinni Parmesan gratíneraður humar. Í stað þess að gratínera í ofni er humarinn og sósan settar á snittur og rifinn parmessan og klettasalati síðan dreift yfir.
- 300 gr skelflettur humar
- Parmesanostur
- Klettasalat
- Baguette-brauð, skorið í snittusneiðar
Hvítvínssósa
- 3 skallottulaukar, fínsaxaðir
- ½ msk smör
- 1 dl hvítvín
- 1 msk niðursoðinn humarkraftur (tasty súpu/sósugrunnur t.d.)
- ½ teningur fiskikraftur, leystur upp í ½ dl af sjóðandi vatni
- 1 ½ dl rjómi
- ½ dl sýrður rjómi (18% eða meira)
- 1 msk maisenamjöl hrært út í örlitlu vatni til að þykkja sósuna
Aðferð
1) Snitturnar forbakaðar/hitaðar í ofni í örfáar mínútur (létt ristaðar)
2) Þá er 1-2 humarhölum raðað per snittubita og snittan bökuð í heitum ofni (220°C >) í 2-3 mínútur eða þangað til humarinn fer að hvítna
3) Snittan sett á disk og heitri sósu helt yfir snittuna
4) Raðið klettasalati yfir snittuna og stráið smá parmesan yfir
5) Afgangssósa og parmesan ostur sett í sitt hvora skálinu og haft til taks á borðinu.