Sænskar bollur – Semlor

Bollur er borðaður í aðdraganda föstunnar í Svíþjóð líkt og annars staðar á Norðurlöndunum. Hann er hins vegar á þriðjudeginum, s.s. okkar sprengidegi og nefnist fettisdagen. Það er blanda af orðunum feitur og þriðjudagur (tisdag) sem rekja má aftur til sextándu aldar. Sænsku bollurnar heita semlor og Svíar nota ekki sultu á þær heldur möndlumassa.

Hér er klassísk uppskrift að sænskum semlum.

Bollurnar

 • 7 dl hveiti
 • 100 g smjör
 • 1/2 pakki þurrger
 • 2 1/2 dl mjólk
 • 1 egg + 1 til penslunar
 • 1 dl sykur
 • 1/2 tsk hjartarsalt
 • klípa af salti

Bræðið smjörið varlega og bætið mjólkinni saman við. Hitið varlega þar til að mjólkin er orðin orðin heit þegar putta er stungið ofan í.

Setjið gerið í skálið. Hellið smá af mjólkinni yfir og blandið gerinu vel saman við. Hellið afganginu af mjólkurblöndunni í skálina ásamt eggi, sykri, salti, hjartarsalti og hveiti. Hrærið vel saman.

Setjið viskustykki yfir skálina og leifið deginu að lyfta sér í um hálftíma.

Setjið smá hveiti á borðið og hnoðið deigið vel. Skiptið því í tíu bita. Hnoðið hverja bollu og setjið þær á plötu með bökunarpappír. Leyfið þeim að hefa sig í 20 mínútur.

Pískið egg og penslið bollurnar. Bakið í miðjum ofni við 250 gráður í 10 mínútur. Leyfið bollunum að kólna.

Fyllingin

 • 3 msk mjólk
 • 100 g möndlumassi
 • 2,5 dl rjómi
 • flórsykur

Skerið bollurnar í tvennt. Takið aðeins innan úr neðri hlutanum af bollunum. Rífið möndlumassan niður á rífjárni og blandið saman við bollumylsnurnar og mjólkina. Fyllið aftur upp í götin sem þið hafið gert í bollunum.

Þeytið rjómann og dreifið á bollurnar. Lokið þeim og sáldrið flórsykri yfir.

 

Deila.