Danskar bolludagsbollur – fastelavnsboller

Bolludaginn, rétt eins og sprengidag og öskudag,  má rekja til kjötkveðjuhátíðarinnar, sem haldin er hátíðleg í kaþólskum ríkjum.  Í Danmörku er þessi hátið  fastelavn. Þar er mikil bolluhefð og hún barst til Íslands með dönskum bökurum  á öldum áður, löngu eftir að Íslendingar sögðu skilið við kaþólsku.

Svona gerir maður klassískar danskar bolludagbollur eða fastelavnsboller:

Deigið:

 • 350 g hveiti
 • 150 g smjör
 • 50 g pressuger
 • 1,5 dl mjólk
 • 1 egg
 • 1/2 tsk salt
 • 2 msk sykur

Fyllingin:

 • 2 eggjarauður
 • 1 msk vanillusykur
 • 3 msk hveiti
 • 2,5 dl mjólk
 • 2 msk sykur
 • 200 g marsipan

Blandið saman smjöri og hveiti. Bætið við sykri og salti. Leysið gerið upp í volgri mjólkinni. Blandið saman við hveitið ásamt egginu. Leyfið deiginu að lyfta sér í 45 mínútur.

Á meðan deigið lyftir sér er fyllingin útbúin. Pískið saman vanillusykri, sykri, eggi og mjólk í potti. Hitið nánast upp að suðu og bætið þá hveitinu saman við. Látið malla í smá stund þar til fyllingin hefur þykknað og pískið vel allan tímann.

Hnoðið deigið og og mótið síðan sextán bollur úr. Skerið marsipan í sextán bita og stingið ofan í hverja bollu. Láttið bollurnar lyfta sér í um klukkustund. Setjið um matskeið af fyllingu á hverja bollu og lokið með deigi þannig að það fljóti ekki út. Setjið bökunarpappír á plötu og raðið bollunum á.

Hitið ofninn í 220 gráður. Bakið í 12 mínútur. Skreytið með bráðnu súkkulaði eða glassúr.

Deila.