Parmentier eða Hachis Parmentier er afar vinsæll réttur á frönskum heimilum. Eins konar kássa með kartöflumús. Hann er hægt að gera bæði með nautahakki eða ef þið eigið afgang af nautasteik. Rétturinn er nefndur eftir Antoine-Augustin Parmentier sem var læknir í Frakklandi á sautjándu öld sem var óletjandi baráttumaður fyrir því að fá Frakka til að borða kartöflur.
- 4 bökunarkartöflur
- 600 g nautahakk
- 100 g smjör
- 1 dós sýrður rjómi (18%)
- 2 dl nautasoð
- 1 dl mjólk
- 1 laukur, saxaður
- 1 búnt steinselja, saxað
- 50 g Parmesanostur, rifinn
- 1 tsk múskat
- salt og pipar
Sjóðið kartöflurnar. Þegar þær eru fullsoðnar eru flysjaðar og skornar í bita. Það er líka hægt að flysja þær fyrst og skera í bita áður en þær eru soðnar, þá missir maður hins vegar meira af næringarefnum.
Hitið olíu á pönnu. Mýkið laukinn í 4-5 mínútur. Bætið hakkinu saman við og brúnið. Saltið, piprið og bætið heitu nautasoðinu út á pönnuna. Látið malla á miðlungshita í um 15-20 mínútur eða þar til soðið er að mestu soðið niður.
Stappið kartöflurnar ásamt mjólk og smjöri. Bætið síðan sýrða rjómanum, múskati og saxaðri steinseljunni saman við.
Setjið hakkið í ofnfast form. Þá kartöflumúsina yfir. Dreifið loks rifna ostinum yfir.
Bakið í 250 gráðu heitum ofni í 15-20 mínútur.
Berið fram með fersku salati. Hér þarf auðvitað gott franskt rauðvín á borð við Cotes-du-Rhone.