Mickey Finn Strawberry Margarita

Margarita-drykkir eru til í margvíslegum útgáfum. Tequila og lime er alla jafna uppistaðan en hér bætum við við líkjör og jarðarberjum.

  • 2 cl Tequila
  • 4 cl Mickey Finn Raspberry
  • 1,5 cl lime-safi
  • 2 jarðarber
  • klakar (ca ein lúka)

Setjið allt í blandara og maukið saman.  Vætið röndina á margarita-glasi og dýfið í salt. Hellið öllu úr blandaranum í glasið. Skreytið með jarðarberi.

Jóhann Gunnar Baldvinsson á Tapashúsinu setti drykkinn saman fyrir okkur.

Deila.