Salat með spínati, sætum kartöflum og fetaosti

Þetta er matarmikið salat sem stendur eitt og sér eða þá sem meðlæti með hvort sem er kjöti eða fiski.

  • 1 væn sæt kartafla
  • 2 tómatar
  • 3-4 vænar lúkur af spínati
  • 1 lítið búnt steinselja (eða kóríander)
  • 1 skalottulaukur
  • 50 g stykki af fetaosti (ekki í kryddlegi)
  • balsamikedik
  • ólívuolía
  • Maldon salt

Flysjið sætu kartöfluna, skerið í litla teninga og setjið í ofnfast fat. Hellið vænni skvettu af ólívuolíu og klípu af Maldonsalti. Eldið í 200 gráðu heitum ofni í um 20-25 mínútur eða þar til að teningarnir eru orðnir mjúkir. Takið út og geymið.

Grófsaxið spínatið, skerið tómatana niður og fínsaxið laukinn og steinseljuna. Setjið i skál. Skerið niður fetaostinn í litla bita. Best er að Fetakubb eða Grikkja.

Setjið í skál og blandið saman. Bætið við skvettu af balsamik og góðri ólívuolíu ásamt klípu af salti. Blandið saman. Blandið kartöfluteningunum saman við og berið fram.

 

Deila.