Cuban Milk

Þessi drykkur frá Jóa G. á Tapashúsinu er alvöru kúbverskur milkshake sem allir voru sammála um að væri stórhættulega góður.

  • 2 kúlur vanilluís frá Erpstöðum
  • 3cl Havana Club 3 Anejo
  • 2cl De Kuyper Butterscotch
  • 1cl De Kuyper Créme de Menthe
  • 1 cl hrásykurssíróp
  • 6 fersk myntulauf
  • 6cl mjólk
  • lúka af klaka

Setjið allt í blender og maukið þar til mjög fínt

Hellið í shake glas eða „hurricane“ (sjá mynd).

Skreytið með súkkulaðispæni og myntu

Deila.