Salat með grilluðum kúrbít, tómötum og fetaosti

Þetta er sumarlegt og litríkt salat sem getur staðið eitt og sér eða verið meðlæti með grilluðu kjöti eða fiski.

  • Kúrbítur/Zucchini
  • Kirsuberjatómatar
  • rauðlaukur
  • fetaostur (ekki í kryddlegi)
  • ferskar kryddjurtir (t.d. basil, steinselja, graslaukur, óreganó)
  • balsamikedik
  • ólívuolía
  • salt og pipar

Skerið kúrbítinn í bita. Veltið upp úr smávegis af ólívuolíu og piprið. Grillið í grillkörfu eða á álpappír.

Skerið tómatana niður og saxið kryddjurtirnar. Það er hægt að nota eina tegund af kryddjurtum eða blanda nokkrum saman ef þið eruð með fleiri en eina sort við höndina. Skerið fetaostinn niður í litla bita og fínsaxið rauðlaukinn.

Blandið öllu saman í skál ásamt skvettu af balsamikediki og góðri ólívuolíu. Bragðið til með Maldon-salti og nýmuldum pipar.

Deila.