Perrin Cotes du Rhone Villages 2010

Perrin-fjölskyldan rekur rótgróið víngerðarhús í Rhone í Suður-Frakklandi, sem þekktast er fyrir Chateauneuf-vínið Beaucastel. Ódýrari vín þeirra Perrin-bræðra standa hins vegar einnig fyrir sínu.

Einungis brot þeirra vín, sem eru framleidd í Cotes-du-Rhone fá að nota skilgreininguna Villages, en til þeirra eru gerðar strangar kröfur. Þetta er Cotes-du-Rhone í betra lagi, vínið er dökkt, angan krydduð, áberandi lyng og krækiber. Það er enn töluvert lokað, hefur gott af því að standa opið í smástund. Myndi ekki versna við 2-3 ára geymslu.

 

2.650 krónur.

Deila.