Valdo Prosecco Treviso

Valdo Prosecco  er freyðivín frá svæðinu Treviso í Veneto á Norður-Ítalíu. Eða kannski ætti maður frekar að segja frá svæðinu Prosecco? Sagan er svolítið flókin. Til skamms tíma var Prosecco nefnilega heitið á þrúgu sem freyðivínin Prosecco voru síðan kennd við. Margir rugluðu þessu hins vegar saman og töldu Prosecco vera hérað, svona rétt eins og Champagne í Frakklandi. Og nú fyrir skömmu var þessu snúið við. Ákveðið svæði var skilgreint sem framleiðslusvæðið Prosecco og ákveðið að taka upp hið forna rómverska heiti þrúgunnar – Gieri – á nýjan leik. Með þessu er m.a. verið að vernda „vöruheitið“ Prosecco en með þessu er tryggt að þótt þrúgan sé notuð annars staðar í heminum þá má ekki kalla vínin Prosecco nema þau komi frá Prosecco.

Valdo er um aldargamalt hús og með betri Prosecco-framleiðendum. Þetta er extra-dry, útgáfa þ.e. vín sem er ekki alveg eins þurrt og brut-vínin. Það  er tært og ljóst, freyðir fallega og jafnt, hefur mjög þægilega ferska ávaxtaangan, sætar perur og gul epli, mjúkt og þægilegt, þurrt en ekki skrjáfþurrt. Afbragðs Prosecco.

2.390 krónur. Góð kaup.

Deila.