Snickerskaka

Það er vissulega ekki Snickers í þessari Snickersköku en það þarf bara einn bita til að átta sig á því hvernig nafnið er tilkomið. Hreinasta sælgæti.

Botninn:

  •  350 g hnetusmjör
  • 6 dl Rice Crispies
  • 4 dl Corn Flakes
  • 1 dl Agavesíróp/síróp
  • 1 dl sykur
  • 1 dl kókos
  • 1 tsk vanillusykur

Setjið hnetusmjör,sykur,vanillusykur og síróp í pott og bræðið saman á miðlungshita.

Myljið Corn Flakes-ið og hrærið út í hnetusmjörsblönduna ásamt Rice Crispies og kókos.

Setjið bökunarpappír  á plötu og dreifið úr blöndunni í um 3-4 sm háan kökubotn. Leyfið að kólna.

Krem:

200 g dökkt súkkulaði (Nói Síríus 56%)

Bræðið súkkulaðið og hellið yfir botninn. Þegar súkkulaðið hefur stirðnað er hægt að skera kökuna í bita og bera fram.

Áttu uppskrift að spennandi köku? Sendu hana á maria@vinotek.is

Skráðu þig á póstlistann okkar með því að smella hér og fáðu reglulegt fréttabréf með nýjustu vínunum, uppskriftunum og veitingahúsunum.

Deila.