Fregola með maís og vorlauk

 

Fregola eru pastakúlur sem eru dæmigerðar fyrir matargerð ítölsku eyjunnar Sardiníu. Hér blöndum við maís og vorlauk saman við og úr verður réttur sem getur staðið einn og sér t.d. sem forréttur eða þá sem meðlæti.

  • 250 g fregola
  • 4 dl maísbaunir
  • 1 búnt vorlaukur, saxaður
  • 1 laukur, saxaður
  • 2,5 dl kjúklingasoð
  • 1 msk smjör
  • 75 g parmesanostur, nýrifinn
  • salt og pipar

Sjóðið fregola í 14  mínútur. Síið vatnið frá.

Hitið smjör á pönnu. Mýkið laukinn í 3-4 mínútur. Bætið næst maísbaunum, vorlauk og kjúklingasoði út á pönnuna. Látið malla sæmilega hressilega í 3-5 mínútur eða þar til soðið er soðið niður um helming.

Takið af hita og hrærið fregola og parmesanostinum saman við.

Gott ítalskt hvítvín með, t.d. Sartori Marani.

Deila.