My World Sauvignon Blanc

My World eru vín sem hafa notið mikilla vinsælda í Noregi en þetta eru vín sem eru keypt af stærsta víninnflytjanda Noregs og töppuð á kassa þar. Nýsjálensku vínin eru yfirleitt í dýrari kantinum en þetta nær þó að halda í horfinu.

Dæmigerð angan, stikilsber áberandi, grösugt, brenninetlur. Létt í munni, ekki mikil dýpt. Engu að síður greinilegur nýsjálenskur Sauvignon.

3.890 krónur fyrir 1,5 lítra eða sem samsvarar 1.945 krónur á 75 cl

Deila.