Ricasoli Torricella 2010

Toskana er þekktast fyrir rauðvín en sum af betri vínhúsunum framleiða einnig mjög góð hvítvín. Torricella er hvítvín Ricasoli-fjölskylda, sem er þekktust fyrir vínin Brolio og Casalferro. Þetta er Chardonnay-vín með smá Sauvignon Blanc (10%) ívafi.

Chardonnay er algjörlega ríkjandi og víninu svipur um margt til vína frá norðurhluta Bourgogne í Frakklandi. Mjög þurrt, míneralískt með titrandi sítrus og ferskjum, skörp sýra, kryddað í lokin með fennel. Þurr og ferskur ávöxturinn ríkjandi, engin eik sem keppir við hann.

3.498. Góð kaup.

Deila.