Engifer Cointreaupolitan

Það er oft notað engifersíróp í engiferkokteilum. Hér kemur sætan hins vegar úr Cointreau og engiferbragðið með því að hrista ferskan engifer saman við. Það voru barþjónarnir á Sushi Samba, þeir Alex og Raúl, sem settu drykkinn saman fyrir okkur.

  • 5 cl Cointreau
  • 3 cl trönuberjasafi
  • 2 cl nýpressaður sítrónusafi

Setjið í kokteilhristara ásamt klaka og tveimur vænum sneiðum ferskum engifer. Hristið vel saman og síið í kokteilglas. Smyrjið röndina á glasinu með engifer.

Deila.