Hnetusmjörstrufflur

Trufflur eru alltaf vinsælar sem konfekt með kaffinu og þessar eru stökkar með ljúfu hnetusmjörsbragði.

  • 1 1/2 bolli saltstangir
  • 1/2 bolli hnetusmjör
  • 1 msk ósaltað smjör
  • 2 msk ljós púðursykur
  • klípa af salti
  • 3 msk flórsykur

Setjið saltstangirnar í poka og lokið fyrir, merjið síðan innihaldið í litla bita. Það má til dæmis gera með kökukefli.
Blandið saman hnetusmjöri, smjöri, púðusykri og salti í skál. Hrærið þangað til allt hefur blandast vel saman. Bætið síðan saltstöngunum við blönduna. Bætið að lokum flórsykrinum við og blandið vel saman.

Mótið litlar kúlur og setjið á smjörpappír. Setjið  kúlurnar inn í ísskáp í 30 mín.

  • súkkulaði til að hjúpa (dökkt eða ljóst eftir smekk)

Bræðið súkkulaðið og dýfið trufflukúluum ofan í þangað til súkkulaðið hefur náð að þekja alla truffluna. Leyfið súkkulaðinu að drjúpa af áður en þið setjið á smjörpappír.

Geymið í lokuðu íláti ísskáp.

Deila.